Golfferðir fyrir hópa og pör

Tenerife

Las Madrigueras 5* Golf

Las Madrigueras 5* Golf

+ 6 golfhringir á Las Americas Golf frá 339.000 kr.

Las Madrigueras er frábært 5* hótel er staðsett á rétt fyrir ofan Amerísku ströndina á Tenerife. Hótelið er samtengt einum vinsælasta og flottasta golfvelli Tenerife, Las Americas Golf, sem er 18 holur sem er í eigu sömu aðila og hótelið. Herbergin eru um 50 fm með stórum og góðum svölum. Sannkallaðar svítur enda einungis 57 herbergi á öllu hótelinu.

Las Terrazas Suites 5* Golf

Las Terrazas Suites 5* Golf

+ 5 hringir á Abama Golf með golfbíl frá 339.000 kr

Las Terraraz de Abama Suites er frábært 5* íbúðahótel með íbúðir allt frá 87 fm2 upp í 200 fm2. Hótelið hentar stórum sem litlum hópum og fjölskyldum mjög vel þar sem hægt er að fá allt að 4 svefnherbergja íbúðir. Abama Golf er af mörgum talinn vera besti golfvöllur allra Kanaríeyja enda gríðarlega fallegur völlur í ótrúlegu landslagi þar einstöku útsýni út á hafið og til La Gomera.

Wyndham Residence golf 4*

Wyndham Residence golf 4*

Ótakmarkað golf á Amarillo Golf frá 209.000 kr.

Wyndham Residence Golf del Sur er mjög gott 4* íbúðahótel sem er staðsett á miðju Golf del Sur svæðinu mitt á milli tveggja góðra 18 holu golfvalla, Golf del Sur og Amarilla. Íbúðirnar eru mjög rúmgóðar og vel útbúnar og allt til alls til að njóta góða veðrisins og njóta. Þetta eru íbúðir sem við getum svo sannanlega mælt með.

Fuerteventura

Sheraton Golf 5*

Sheraton Golf 5*

+ ótakmarkað golf í 6 daga og hálft fæði frá 269.000 kr.

FERÐIR 22 DESEMBER 2024 TIL APRÍL 2025 KOMNAR Í SÖLU ! Flogið er til höfuðborgar Fuerteventura, Puerto del Rosario og er hótelið einungis í um 15 mínútna fjarlægð frá flugvellinum. Sheraton Beach & Golf Spa Resort er glæsilegt 5* hótel sem er staðsett við ströndina rétt hjá golfvellinum. Fuerteventura Golf Club er mjög góður og skemmtilegur 18 holu völlur þar sem mörg mót hafa verið haldin.

Elba Sara Golf 4*

Elba Sara Golf 4*

+ ótakmarkað golf í 6 daga og hálft fæði 229.000 kr.

FERÐIR 22 DESEMBER 2024 TIL APRÍL 2025 KOMNAR Í SÖLU ! Flogið er til höfuðborgar Fuerteventura, Puerto del Rosario og er hótelið einungis í um 15 mínútna fjarlægð frá flugvellinum. Elba Sara Beach & Golf Resort er glæsilegt 4* hótel sem er við ströndina rétt hjá golfvellinum. Fuerteventura Golf Club er mjög góður og skemmtilegur 18 holu völlur þar sem mörg mót hafa verið haldin.

Elba Palace Golf 5*

Elba Palace Golf 5*

+ ótakmarkað golf í 6 daga og hálft fæði frá 269.000 kr.

FERÐIR 22 DESEMBER 2024 TIL APRÍL 2025 KOMNAR Í SÖLU ! Flogið er til höfuðborgar Fuerteventura, Puerto del Rosario og er hótelið einungis í um 15 mínútna fjarlægð frá flugvellinum. Elba Palace Golf & Vital Hotel er glæsilegt 5* hótel sem er staðsett á miðjum golfvellinum. Fuerteventura Golf Club er mjög góður og skemmtilegur 18 holu völlur þar sem mörg mót hafa verið haldin.

Madeira

NEXT - Savoy Golf 4*

NEXT - Savoy Golf 4*

+ ótakmarkað golf á Palheiro Golf frá 229.000 kr.

BEINT FLUG MEÐ PLAY FRÁ OKTÓBER-APRÍL 2025. NEXT by Savoy Signature er frábært 4* hótel með módern stíl og það er einungis í um 20 mínútna fjarlægð frá flugvellinum. Það fær frábæra dóma á netinu og er tilvalið fyrir pör og hópa. Hótelið býður upp á beinan aðgang að sjónum, saltvatnslaug, spa, skemmtilegan rooftop bar og margt fleira. Golfvöllurinn Paleiro gnæfir yfir borginni og er mjög vel hirtur og skemmtilegur völlur. Það er um 15 mín akstur frá hótelinu að golfvellinum.

Pestana Carlton Hotel Golf 5*

Pestana Carlton Hotel Golf 5*

+ ótakmarkað golf frá 219.000

BEINT FLUG PLAY FRÁ OKTÓBER-APRÍL 2025. Flogið er til höfuðborgar Madeira, Funchal og er hótelið einungis í um 20 mínútna fjarlægð frá flugvellinum. Eyjan er aðeins 500 km norður af Tenerife en býður upp á allt öðruvísi landslag. Golfvöllurinn Palheiro gnæfir yfir borginni og er mjög vel hirtur og skemmtilegur völlur. Það er um 15 mín akstur frá hótelinu að golfvellinum.

Palheiro Village 4* Golf

Palheiro Village 4* Golf

+ ótakmarkað golf á Palheiro Golf á 269.000 kr

BEINT FLUG PLAY FRÁ OKTÓBER-APRÍL 2025. Á Palheiro Village er boðið upp á vel búnar eins til þriggja herbergja íbúðir og þriggja til fjögurra herbergja einbýlishús á tveimur hæðum í háum gæðaflokki. Palheiro Village, sem er rétt fyrir neðan golfvöllinn, gnæfir yfir Funchal höfuðborg Madeira með stórkostlegu "panorama" útsýni yfir hafið og höfuðborgina. Það tekur einungis um 20 mínútur að keyra þangað frá flugvellinum.

Savoy Palace Golf 5*

Savoy Palace Golf 5*

+ ótakmarkað golf á Palheiro Golf frá 289.000 kr.

BEINT FLUG PLAY FRÁ OKTÓBER-APRÍL 2025. Flogið er til höfuðborgar Madeira, Funchal og er hótelið einungis í um 20 mínútna fjarlægð frá flugvellinum og golfvöllurinn er í um 15 mínútna fjarlægð frá hótelinu. Savoy Palace er eitt af allra flottustu hótelum Portúgal og er á lista sem eitt af "Leading hotels of the World". Golfvöllurinn Paleiro gnæfir yfir borginni og er mjög vel hirtur og skemmtilegur völlur.

Gran Canaria

Lopesan C. Meloneras Golf 5*

Lopesan C. Meloneras Golf 5*

+ 5 golfhringir á þremur 18 holu völlum frá 329.000 kr

Lopesan Costa Meloneras hótelið er 5* lúxus hótel á hinni glæsilegu Meloneras ströndinni á Gran Canaria. Hótelið var allt tekið í gegn á árinu 2022 og er hið glæsilegasta alveg við Maspalomas sandöldurnar. Lopesan samstæða rekur þrjá bestu og flottustu golfvelli á suðurhluta Gran Canaria, Meloneras Golf Club, Maspalomas Golf Club og Anfi Golf Club. Þið getið valið hve oft þið spilið hvern völl og á hvaða tíma dags.

Kumara by Lopesan 4* Golf

Kumara by Lopesan 4* Golf

+ 5 golfhringir frá 269.000 kr.

Kumara Serenoa by Lopesan er 4* 144 herbergja hótel sem staðsett er á mörkum sandöldunum á Maspalomas og Maspalomas golfvellinum. Aðeins í 5 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu er hin glæsilega Meloneras strönd þar sem mikið er af flottum búðum og veitingastöðum. Lopesan samstæða rekur þrjá bestu og flottustu golfvelli á suðurhluta Gran Canaria, Meloneras Golf Club, Maspalomas Golf Club og Anfi Golf Club. Þið getið valið hve oft þið spilið hvern völl og á hvaða tíma dags.

Lopesan Baobab 5* Golf

Lopesan Baobab 5* Golf

+ 5 golfhringir frá 299.000 kr.

Lopesan Baobab hótelið er 5* lúxus hótel með Afrísku þema á hinni glæsilegu Meloneras ströndinni á Gran Canaria. Hótelið var allt tekið í gegn á árinu 2022 og er hið glæsilegasta alveg við Maspalomas sandöldurnar. Lopesan samstæða rekur þrjá bestu og flottustu golfvelli á suðurhluta Gran Canaria, Meloneras Golf Club, Maspalomas Golf Club og Anfi Golf Club. Þið getið valið hve oft þið spilið hvern völl og á hvaða tíma dags.

Costa del Sol

Villa Padierna 5*

Villa Padierna 5*

Ótakmarkað golf frá 359.000 kr.

Hótel Villa Padierna er staðsett í miðju Flamingos golfvallarins og er fullkomlega staðsett fyrir sól, slökun og ró. Um klukkustundar akstur er frá flugvellinum í Malaga til svæðisins. Við bjóðum upp á lúxuspakka á Hotel Villa Padierna sem er eins og Toskana-höll sem breytt var í lúxushótel, umkringd þremur golfvöllum þar sem þið getið notið bestu heilsulindarinnar, golfsins og spænskrar matargerðar.

La Cala Golf Resort 4*

La Cala Golf Resort 4*

+ 5 golfhringir frá 279.000 kr.

La Cala er eitt allra vinsælasta golfsvæði Evrópu. Það skartar þremur 18 holu golfvöllum sem eru hver öðrum fallegari. Við golfvellina er fallegt 4* hótel sem hefur allt til alls, m.a. 5 veitingastaði, bari, golfverslun og glæsilegt æfingasvæði. Örstutt er í glaum og gleði strandbæjanna við Costa del Sol svo allir ættu að njóta sín til fullnustu á þessum frábæra golfstað.

Elba Estepona Golf 5*

Elba Estepona Golf 5*

5 frábærir golfvellir og hálft fæði frá 279.000 kr.

Elba Estepona Gran Hotel & Thalasso Spa er frábært 5* hótel á besta stað við miðjarðarhafsströndina. Hótelið er með verðlauna SPA aðstöðu og tvo góða veitingastaði. Hótelið er með 204 herbergjum sem hafa flest útsýni yfir miðjarðarhafið. Hótelið er einungis í 3 KM fjarlægð við Estepona bæinn sem er mjög skemmtilegur. Um 45 mínútna akstur er á hótelið frá flugvellinum. Spilaðir eru frábærir sérvaldir vellir á "Mekka" Costa del Golf svæðisins við Marbella. Vellirnir eru ólíkir og eru alllir í 5-25 mín akstursfjarlægð frá hótelinu.

Lissabon

Praia D'EI Rey 5*

Praia D'EI Rey 5*

+ 5 golfhringir frá 249.000 kr.

Í um klukkustundar akstursfjarlægðar frá Lissabon er hið frábæra golfsvæði Praia DEI Rey sem er mjög vinsælt sérstaklega meðal norðurlandabúa. Strandarvöllurinn Praia DEI Rey er margverðlaunaður en svæðið fékk aukna vikt þegar hinn nýji völlur West Cliffs var opnaður á árinu 2017 ásamt glæsilegu klúbbhúsi.

Penha Longa 5*

Penha Longa 5*

+ ótakmarkað golf frá 309.000 kr

Penha Longa er einn allra flottasti "Golf resort" í Portúgal. Hótelið sem er 5* er í eigu Ritz Charlton sem tilheyrir Marriott hótelkeðjunni. Á hótelinu er frábært SPA, inni og útisundlaug ásamt nokkrum frábærum veitingastöðum, þar af skarta tveir þeirra Michelin stjörnu. Við hótelið er frábær 27 holu championship golfvöllur sem hannaður er af Robert Trent Jones og þar hafa verið haldin nokkur mót á Evrópska túrnum.

Campo Real Golf 5*

Campo Real Golf 5*

+Ótakmarkað golf frá 249.000

Dolce by Wyndham Camporeal & Golf er í einungis 30 mín. akstursfjarlægð frá flugvellinum í Lissabon. Mjög skemmtilegur 18 holu golfvöllur liggur í kringum hótelið sem hefur einnig SPA, gym og inni- og útisundlaug. Á hótelinu eru 3 veitingastaðir og 2 bari þar af annar við sundlaugina. Hótelið er staðsett stutt frá ströndunum á Santa Cruz, Ericera og Peniche sem gaman er að skoða.

Alicante

La Manga Golf 5*

La Manga Golf 5*

+ 5 golfhringir frá 389.000 kr.

Grand Hyatt La Manga Club er 5* hótel sem er staðsett í friðsælum stað við miðjarðarhafsströndina í Murcia héraði og er í um 80 mínútna akstursfjarlægð við Alicante flugvöll. Hótelið opnaði aftur eftir gagngerðar breytingar á árinu 2023 og er allt hið glæsilegasta. Á hótelinu eru nokkrir frábærir veitingastaðir, SPA og sundlaugar.

Lengri ferðir án flugs

Resid. La Sella 4*-28 nætur

Resid. La Sella 4*-28 nætur

+ 16 hringir frá 349.000 kr án flugs

La Sella Residences eru flottar íbúðir með einu svefnherbergi sem eru staðsettar innan golfsvæðisins á La Sella. Golfvöllurinn sem hannaður var af hinum heimsfræga Jose Maria Olazabal, skartar 27 holum og er staðsettur við hliðina á íbúðunum. Hótelið er staðsett á lokuðu svæði sem er með sundlaug og nuddpotta. Mjög gott æfingasvæði er staðsett við golfvöllinn.

Las Colinas 4* - 28 nætur

Las Colinas 4* - 28 nætur

+ 16 hringir frá 349.000 kr án flugs

Las Colinas er talinn vera einn allra flottasti golfvöllur Spánar. Hann er staðsettur um klukkustund suður af Alicante flugvelli. Á svæðinu sem er lokað er mikið af íburðarmiklum eignum, klúbbhús, veitingastaðir, strandklúbbur og margt fleira. Íbúðirnar eru rúmgóðar með tveimur svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum, eldhúsi, tveimur sjónvörpum og góðri verönd. Í búðirnar eru loftkældar og með wifi.

Mar de Pulpí 4*- 28 nætur

Mar de Pulpí 4*- 28 nætur

+ 16 hringir frá 269.000 kr án flugs

Mar de Pulpí er skemmtilegt svæði rétt við strandbæinn San Juan De Los Terreros sem er í um 200 km suður af Alicante. Flottar íbúðir með tveimur svefnherbergjum, fullbúnu eldhúsi, góðu baðherbergi og bjartri og flottri stofu. Spilaðir eru 3 góðir 18 holu golfvellir, Aguilón sem er "heimavöllurinn", Desert Spring og Alhama Sighature. Allir mjög góðir vellir en töluvert ólíkir. Um 2 kl.st. akstur er frá flugvellinum í Alicante.