Hópaferðir á 10 mismunandi áfangastaði
Gerum föst verðtilboð í allar tegundir hópa. Fáðu tilboð með því að senda okkur tölvupóst á info@evropuferdir.is eða smelltu á ferð hér fyrir neðan og fylltu út fyrirspurnarformið neðst á síðunni.
Ferðirnar hér fyrir neðan eru dæmi um hópaferðirnar sem við getum boðið upp á, en þetta er ekki tæmandi listi. Endilega sendið okkur línu ef þið viljið óska eftir áfangastað sem er ekki hér fyrir neðan. Verðin eru fyrirhuguð og geta breyst.
Róm í 3 nætur
Verð frá 139.000 kr.
Beint flug með Icelandair allt árið Flogið er með Icelandair á miðvikudagsmorgni og gist í Róm í 4 nætur á góðu 4* hóteli og flogið heim aftur með Icelandair seinnipart sunnudags. Í þessari ferð upplifið þið það helsta sem Róm hefur upp á að bjóða en þar er af nógu að taka. Gist er á 4* hótel alveg í miðbænum og farið verður í 6 tíma ferð um allt það helsta í Róm með sérfróðum enskumælandi leiðsögumanni sem þekkir Róm eins og lófann á sér. Ferðin hentar stórum sem smáum hópum þannig að endilega sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is og við gerum ykkur tilboð í ferðina um hæl.
Lissabon í 3 nætur
Verð frá 129.000 kr. á mann
Beint flug með PLAY og Icelandair allt árið í kring. Lissabon er mjög skemmtilegur kostur fyrir 3 nátta viðskiptaferðir, árshátíðaferðir, vinahópa og fleiri. Innifalið í pakka til Lissabon er flug, gisting með morgunverði og rútuferðir til og frá flugvelli. Hægt er síðan að bæta við pakkann skoðunarferðum, sameiginlegum kvöldverði, o.fl.
Mílanó í 3 nætur
Verð frá 139.000 kr.
BEINT FLUG ICELANDAIR MAÍ-OKT. Flogið er með Icelandair á fimmtudagsmorgni og gist í Mílanó í 4 nætur á góðu 4* hóteli og flogið heim aftur með Icelandair seinnipart mánudags. Í þessari ferð upplifið þið það helsta sem Mílanó hefur upp á að bjóða en þar er af nógu að taka. Gist er á 4* hótel alveg í miðbænum og farið verður í 4 tíma gönguferð um allt það helsta í Mílanó með sérfróðum enskumælandi leiðsögumanni sem þekkir Mílanó eins og lófann á sér. Ferðin hentar stórum sem smáum hópum þannig að endilega sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is og við gerum ykkur tilboð í ferðina um hæl.
Nice í 4 nætur
Verð frá 159.000 kr.
BEINT FLUG ICELANDAIR JÚNÍ - OKTÓBER. Flogið er í beinu flugi Icelandair að morgni fimmtudags og gist á Nice í 4 nætur á góðu 4* hóteli og flogið heim aftur með Icelandair seinnipart mánudags. Í þessari ferð upplifið þið töfra Suður Frakklands og frönsku rivíerunnar á einstakan hátt. Ekið er í hágæða rútu og með sérfróður enskumælandi leiðsögumaður sem þekkir svæðið eins og lófann á sér. Ferðin hentar stórum sem smáum hópum þannig að endilega sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is og við gerum ykkur tilboð í ferðina um hæl.
París í 3 nætur
Verð frá 149.000 kr.
FLOGIÐ MEÐ ICELANDAIR EÐA PLAY ALLT ÁRIÐ. Í samstarfi við eina af stærstu ferðaskrifstofum Frakklands gerum við tilboð í allar stærðir af hópum allt frá 10 manna vinahóp til stórra vinnustaða. Við getum boðið ferðir um allt Frakkland og alla afþreyingu eins og hjólaferðir (bæði venjuleg og e-bike), gönguferðir, rútuferðir og allt þar á milli. Hvort sem þið eruð að hugsa um langa helgi eða viku eða lengur getum við gert föst verðtilboð í flug, hótel og alla afþreyingu. Sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is
Madeira í 7 nætur
Verð frá 149.000 kr. á mann
Beint flug með PLAY frá desember 2024 til júní 2025 og september 2025 til júní 2026. Frábær kostur fyrir árshátíðaferðir, stórar fjölskyldur og xxx. Innifalið í pakka til Madeira er flug, gisting með morgunverði og rútuferðir til og frá flugvelli. Hægt er síðan að bæta við pakkann skoðunarferðum, sameiginlegum kvöldverði, o.fl.