Ertu með hóp í langa helgi í borgarferð ?
Spennandi borgarferðir fyrir litla sem stóra hópa. Sendu okkur línu á info@evropuferdir.is eða fyllið út formið "Hafa samband" og við gerum ykkur föst verðtilboð.
Hvort sem þið viljið fara í skemmtilegar hjólaferðir, rafhjólaferðir, leigja villu fyrir stórfjölskylduna eða vinahópinn þá getum við aðstoðað ykkur við draumaferðina. Í samstarfi við leiðandi aðila höfum aðgang að gæðarútum af öllum stærðum, öllum tegundum af gistingu, bílaleigubílum, ferðum til og frá flugvöllum og hvers kyns afþreyingu og ferðum hvar sem er á Ítalíu og í Frakklandi.
Hafið endilega samband á info@evropuferdir.is og við gerum föst verðtilboð í alla hópa.
Hér fyrir neðan eru dæmi um borgarferðir fyrir hópa með leiðbeinandi verðum.
Ítalía
Hápunktar Rómar
4 nætur frá 159.000 kr
BEINT FLUG ICELANDAIR ALLT ÁRIÐ. Flogið er með Icelandair á miðvikudagsmorgni og gist í Róm í 4 nætur á góðu 4* hóteli og flogið heim aftur með Icelandair seinnipart sunnudags. Í þessari ferð upplifið þið það helsta sem Róm hefur upp á að bjóða en þar er af nógu að taka. Gist er á 4* hótel alveg í miðbænum og farið verður í 6 tíma ferð um allt það helsta í Róm með sérfróðum enskumælandi leiðsögumanni sem þekkir Róm eins og lófann á sér. Ferðin hentar stórum sem smáum hópum þannig að endilega sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is og við gerum ykkur tilboð í ferðina um hæl.
Saga og tíska Mílanó
4 nætur frá 159.000 kr.
BEINT FLUG ICELANDAIR MAÍ-OKT. Flogið er með Icelandair á fimmtudagsmorgni og gist í Mílanó í 4 nætur á góðu 4* hóteli og flogið heim aftur með Icelandair seinnipart mánudags. Í þessari ferð upplifið þið það helsta sem Mílanó hefur upp á að bjóða en þar er af nógu að taka. Gist er á 4* hótel alveg í miðbænum og farið verður í 4 tíma gönguferð um allt það helsta í Mílanó með sérfróðum enskumælandi leiðsögumanni sem þekkir Mílanó eins og lófann á sér. Ferðin hentar stórum sem smáum hópum þannig að endilega sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is og við gerum ykkur tilboð í ferðina um hæl.
Hinar rómuðu Feneyjar
3 nætur frá 149.000 kr.
BEINT FLUG PLAY MAÍ-OKTÓBER. Flogið er með PLAY seinnipartinn á fimmtudegi og gist á Feneyjum í 3 nætur á góðu 4* hóteli og flogið heim aftur með PLAY á sunnudagskvöldi. Í þessari ferð upplifið þið Feneyjar "innan frá" þar sem gist er á Feneyjum og farið í 3ja tíma gögnuferð með sérfróðum enskumælandi leiðsögumanni sem þekkir Feneyjar eins og lófann á sér. Ferðin hentar stórum sem smáum hópum þannig að endilega sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is og við gerum ykkur tilboð í ferðina um hæl.
Portúgal
Frakkland
Franska Rivíeran
4 nætur á 289.000 kr. - Mikið innifalið !
BEINT FLUG ICELANDAIR JÚNÍ - OKTÓBER. Flogið er í beinu flugi Icelandair að morgni fimmtudags og gist á Nice í 4 nætur á góðu 4* hóteli og flogið heim aftur með Icelandair seinnipart mánudags. Í þessari ferð upplifið þið töfra Suður Frakklands og frönsku rivíerunnar á einstakan hátt. Ekið er í hágæða rútu og með sérfróður enskumælandi leiðsögumaður sem þekkir svæðið eins og lófann á sér. Ferðin hentar stórum sem smáum hópum þannig að endilega sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is og við gerum ykkur tilboð í ferðina um hæl.
Hin rómantíska París
3 nætur frá 269.000 kr. - Mikið innifalið !
FLOGIÐ MEÐ ICELANDAIR EÐA PLAY ALLT ÁRIÐ. Í samstarfi við eina af stærstu ferðaskrifstofum Frakklands gerum við tilboð í allar stærðir af hópum allt frá 10 manna vinahóp til stórra vinnustaða. Við getum boðið ferðir um allt Frakkland og alla afþreyingu eins og hjólaferðir (bæði venjuleg og e-bike), gönguferðir, rútuferðir og allt þar á milli. Hvort sem þið eruð að hugsa um langa helgi eða viku eða lengur getum við gert föst verðtilboð í flug, hótel og alla afþreyingu. Sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is