Sérferðir

Í samstarfi við nokkrar af stærstu ferðaskrifstofum Evrópu bjóðum við upp á hágæða ferðir í Evrópu. Slakið á og njótið útsýnisins og gæðaleiðsagnar enskumælandi leiðsögumanns sem gjörþekkir umhverfið og þá náttúrudýrð sem fyrir augum ber.

Aþena og töfraeyjar Grikklands - 4* & 5* hótel

Aþena og töfraeyjar Grikklands - 4* & 5* hótel

9 dagar á 399.000 kr.

Í þessari sérferð Evrópuferða sem er eingöngu fyrir Íslendinga er flogið til og frá Aþenu og siglt um vinsælustu eyjar Grikklands. Farið er í skoðunarferðir með enskumælandi fararstjóra og gist á sérvöldum 4* og 5* hótelum. Með hópnum í þessari ferð er íslenskur starfsmaður Evrópuferða sem verður til aðstoðar. Allar siglingar eru á Catamaran hraðbát sem skilar hópnum hratt og örugglega milli eyja. Hraðbátarnir taka allt að 1.280 farþega og 140 farartæki og eru 87 m langir og 24 m breiðir. Þeir fara á allt að 50 hnúta hraða og eru tvíbotna og því mjög stöðugir. Ferðin hentar öllum aldurshópum sem hafa grunnþekkingu í ensku.

Hápunktar Evrópu

Hápunktar Evrópu

15 dagar frá 499.000 kr.

Ógleymanleg rútuferð með frábærri enskumælandi leiðsögn í hóp af áhugasömu fólki þar sem ferðast er á sögulegum slóðum og komið við í nokkrum af fallegustu og borgum Evrópu. Keyrt er í lúxusrútu og gist er á 4* sérvöldum hótelum alla ferðina. Gist er miðsvæðis í borgunum á 4* sérvöldum hótelum. Leiðsögn í borgunum verður á höndum sérfróðra staðarleiðsögumanna sem munu upplýsa alla leyndardóma þessara sögufrægu borga sem eiga sér einstaka sögu í mannkynssögunni.

Stórborgir norður Ítalíu

Stórborgir norður Ítalíu

Vikuferð á 419.000 kr. mikið innifalið

Í þessari 8 daga ferð er farið um marga af vinsælustu stöðum norðurhluta Ítalíu í 50 manna hágæða rútu sem hefur m.a. góða loftkælingu og wifi. Ferðin hefst í Róm þar sem gist er í tvo daga og farið á alla helstu staði Rómar þar sem sagan drípur af hverju strái. Eftir að hafa skoðað Róm er keyrt norður til Feneyja og því næst til Verona þar sem gist er eina nótt. Ekið er svo suður á bóginn til hinnar frægu borgar Pisa þar sem skakki turninn verður skoðaður áður en komið er til Flórens þar sem gist er.