Fjölskylduferð
Pör
Hópar
Wyndham Residence golf 4*
Ótakmarkað golf á Amarillo Golf frá 209.000 kr.
8 dagar
|
7 nætur
·
Verð á mann
229.000
Brottför
Tenerife, Spánn
Heimkoma
Tenerife, Spánn
Um ferðina
Við bjóðum upp á ótakmarkað golf á Amarilla Golf sem er mjög vinsæll og skemmtilegur 18 holu golfvöllur sem mjög gaman er að spila. Hægt er að geyma settið á golfvellinum þannig að þið getið labbað á hótelið sem er um 15 mín gangur.
Wyndham Residence Golf del Sur er mjög gott 4* íbúðahótel sem er staðsett á miðju Golf del Sur svæðinu mitt á milli tveggja góðra 18 holu golfvalla, Golf del Sur og Amarilla.
Íbúðirnar eru mjög rúmgóðar og vel útbúnar og allt til alls til að njóta góða veðrisins og njóta. Þetta eru íbúðir sem við getum svo sannanlega mælt með.
Wyndham Residence býður upp á ýmsar tegundir íbúða allt frá stúdíó fyrir tvo og upp í 150 fm sérbýli með 3 svefnherbergjum og einkasundlaug. Á sumum eins, tveggja og þriggja herbergja íbúðunum fylgir heitur pottur á svölum eða í garði.
Á Wyndham Residence er stór sundlaug, bar og mjög góður veitingastaður sem opinn er allan daginn og oft með skemmtidagskrá á kvöldin. Einnig eru margir aðrir veitingastaðir í göngufæri og einnig skemmtilegir enskir pöbbar sem eru með "live Music" á kvöldin.
Hægt er að fá morgunmat eða hálft fæði ef hentar. En lítil verslun er hluti af hótelinu og þar er hægt að kaupa drykki og allt það helsta í ískápinn og heitt brauð á morgnana.
Á Wyndham er mjög gott að vera með bílaleigubíl þar sem nóg er af stæðum og hægt að leggja rétt hjá íbúðunum.
Getum einnig boðið upp á aðra möguleika á golfi. Golf del Sur, Las Americas og Adeje Golf.
Endilega sendið okkur skilaboð ef lengd ferðar eða tímasetningarnar henta ekki og við getum gert föst tilboð í allar stærðir af hópum.
Innifalið
+ Flug með Icelandair til og frá Tenerife með sköttum
+ 23 kg taska, 10 kg handtaska og 15 kg golfsett
+ Gisting í íbúð með einu svefnherbergi
+ Ótakmarkað golf á Amarilla Golf í 7 daga
+ Golfbíll innifalinn í brottförum í september
Ekki innifalið
+ Akstur til og frá flugvelli. Það er bara um 10 mín í leigubíl.
+ Getum boðið upp á akstur til og frá flugvelli fyrir allar stærðir af hópum. Einnig getum við boðið upp á leigu á bílaleigubílum af öllum stærðum og gerðum.
Ferðaskipulag
Dagur 1
KEFLAVÍK - TENERIFE
Beint morgunflug frá Keflavík til Tenerife
Dagar 2 til 7
Ótakmarkað golf á Amarilla Golf
Eftir skemmtilegan golfhring er hægt að slaka á og fara í laugina við hótelið. Einnig er mjög gaman að fara á einhvern af góðum matsölustöðum sem eru í nágrenni hótelsins og eyða kvöldinu þar í mat og drykk.
Dagur 8
TENERIFE - KEFLAVÍK
Beint flug frá Tenerife og lent í Keflavík um kvöldið
Hafa samband
Brottfarir
12. desember 2024
22. desember 2024
Verð á mann
279.000
kr.
3. janúar 2025
10. janúar 2025
Verð á mann
269.000
kr.
17. janúar 2025
24. janúar 2025
Verð á mann
269.000
kr.
31. janúar 2025
7. febrúar 2025
Verð á mann
279.000
kr.
21. febrúar 2025
28. febrúar 2025
Verð á mann
269.000
kr.
28. febrúar 2025
7. mars 2025
Verð á mann
269.000
kr.
14. mars 2025
21. mars 2025
Verð á mann
259.000
kr.
28. mars 2025
4. apríl 2025
Verð á mann
259.000
kr.
11. apríl 2025
18. apríl 2025