La Manga Golf 5*

+ 5 golfhringir frá 389.000 kr.

Brottför

Alicante, Spánn

Heimkoma

Alicante, Spánn

Um ferðina

Grand Hyatt La Manga Club er 5* hótel sem er staðsett í friðsælum stað við miðjarðarhafsströndina í Murcia héraði og er í um 80 mínútna akstursfjarlægð við Alicante flugvöll. Hótelið opnaði aftur eftir gagngerðar breytingar á árinu 2023 og er allt hið glæsilegasta. Á hótelinu eru nokkrir frábærir veitingastaðir, SPA og sundlaugar.

Á La Manga eru þrír 18 holu golfvellir, Norður, Suður og Vesturvöllur og hefur svæðið verið valið besta "Golf Resort" í Evrópu enda eru allir vellirnir á La Manga taldir meðal 40 bestu golfvalla á Spáni. Æfingaaðstaða er til mikillar fyrirmyndar þannig að þetta er sannkallaður draumastaður golfarans!

Verð frá kr. 389.000 á mann miðað við tvo í herbergi.

Endilega sendið okkur skilaboð ef lengd ferðar eða tímasetningarnar henta ekki og við getum gert föst tilboð í allar stærðir af hópum.

Innifalið

+ Flug með Icelandair til og frá Alicante flugvelli með sköttum

+ 23 kg taska, 10 kg handtaska og 15 kg golfsett

+ Gisting í 7 nætur í double/twin herbergi

+ Morgunmatur

+ 5 hringir á suður, norður eða vesturvöllunum

Ekki innifalið

+ Akstur til og frá flugvelli

+ Fararstjórn

+ Bjóðum upp á akstur til og frá flugvelli fyrir einstaklinga og allar stærðir af hópum. Einnig getum við boðið upp á bílaleigubíl af öllum stærðum og gerðum.

Ferðaskipulag

Dagur 1

KEFLAVÍK - ALICANTE

Beint flug til Alicante flugvallar

Dagar 2 til 7

GOLF Á NORÐUR, SUÐUR OG VESTUR GOLFVÖLLUM LA MANGA

Njótið þessara frábæru golfvalla í fallegu umhverfi. Gaman er að koma í klúbbhúsið eftir leik og fá sér gott að borða. Hægt er að njóta þess sem hótelið hefur upp á að bjóða í SPA og sundlaugum og gera vel við sig í mat á kvöldin.

Dagur 8

ALICANTE - KEFLAVÍK

Beint flug frá Alicante flugvelli

Hafa samband

Brottfarir

Verð á mann

389.000

kr.

20. september 2024

27. september 2024

Verð á mann

389.000

kr.

4. október 2024

11. október 2024

Verð á mann

389.000

kr.

18. október 2024

25. október 2024