Barcelona - 21-24. nóvember

Verð frá 119.000 kr.

4 dagar

|

3 nætur

·

Verð á mann

119.000

Brottför

Barcelóna, Spánn

Heimkoma

Barcelóna, Spánn

Um ferðina

Flogið er í beinu flugi með Icelandair.

Það kemur ekki á óvart að Barcelóna er vinsælasta borgarferðin frá Íslandi.

Þessi magnaða borg hefur upp á allt að bjóða. Í borginni er mikið af fallegum byggingum og torgum og mikið mannlíf.

Urmull matsölustaða má finna í borginni og frábært að fá sér Tapas og drykk fyrir kvöldverð á huggulegu veitingahúsi.

Gaman er að rölta um ólík hverfi borgarinnar og heimsækja Sagarada Familia, skoða Gotneska hverfið, fara á matarmarkað, labba um ströndina, fara á Picasso safnið, fara á fótboltaleik með Barcelona FC eða skoða fjölbreytt næturlíf borgarinnar.


Boðið er upp á þrjú sérvalin hótel tvö 4* og eitt 5*. Öll hótelin eru vel staðsett og í göngufæri við miðborgina.

4* hótel - H10 Itaca

119.000 kr. á mann

Flott 4* hótel sem er við hliðina á aðal lestarstöðinni í Barcelona, Sants Station. Einnig er stutt í einu flottustu verslunarmiðstöð Barcelona, Arenas de Barcelona. Margir fínir veitingastaðir í stuttu göngufæri.

4* hótel - H10 Casanova

129.000 kr. á mann

Virkilega gott 4* hótel sem fær frábærar umsagnir á netinu. Hótelið er staðsett á skemmtilegri götu þar sem ótal margir góðir veitingastaðir eru staðsettir og búðir. Hótelið er í göngufæri við flest minnismerki Barcelona.

5* hótel - Ohla Eixample

149.000 kr. á mann

Eitt flottasta hótel sem Barcelóna hefur upp á að bjóða. Hótelið býður upp á Michelin stjörnu veitingastaðinn Xerta Restaurant sem er rekinn af fræga kokkinum Fran López. Hótelið og veitingastaðurinn fá alveg afskaplega góðar umsagnir á netinu. Hótelið er við skemmtilegu götuna Avenida Diagonal þar sem allir bestu veitingastaðirnir eru staðsettir og einnig urmull af búðum.

Sjá má myndir af öllum hótelunum á tengli hér ofar á síðunni.

[@portabletext/react] Unknown block type "image", specify a component for it in the `components.types` prop

Hafa samband

Brottfarir

Verð á mann

119.000

kr.

21. nóvember 2024

24. nóvember 2024