Borgarferðir
Vel skipulagðar borgarferðir í helstu borgir Evrópu. Flug og gisting á sérvöldum 3,4 og 5* hótel með morgunverð innifalinn.
Barcelona - 21-24. nóvember
Verð frá 119.000 kr.
Beint flug með Icelandair. Það kemur ekki á óvart að Barcelóna er vinsælasta borgarferðin frá Íslandi. Þessi magnaða borg hefur upp á allt að bjóða. Í borginni er mikið af fallegum byggingum og torgum og mikið mannlíf. Urmull matsölustaða má finna í borginni og frábært að fá sér Tapas og drykk fyrir kvöldverð á huggulegu veitingahúsi. Boðið er upp á þrjú sérvalin hótel, tvö 4* og eitt 5*. Öll hótelin eru vel staðsett og í göngufæri við miðborgina.
Varsjá - 4-7. október
Verð frá 79.000 kr.
Varsjá kemur öllum á óvart sem heimsækja þessa skemmtilegu höfuðborg Póllands. Í borginni er mikið af fallegum byggingum og torgum og mikið mannlíf. Urmull matsölustaða má finna í borginni og þar er mjög hagstætt og gott að versla. Boðið er upp á þrjú sérvalin hótel 3, 4 og 5*. Öll hótelin eru vel staðsett og í göngufæri við miðborgina.
Glasgow - 7-10. nóv
Verð frá 99.000 kr.
Beint flug með Icelandair. Flestir þekkja Glasgow, en ekki allir hafa heimsótt þessa fallegu borg. Í borginni er mikið mannlíf og menning. Glasgow hefur ein flottustu listasöfn heims og byggingarstíll borgarinnar mætti einnig kalla list fyrir sig. Á Buchanan stræti eru ótalmargar búðir, veitingastaðir og pöbbar sem leyfa manni ekki að leiðast. Boðið er upp á þrjú sérvalin hótel 3, 4 og 5*. Öll hótelin eru einstaklega vel staðsett og í göngufæri við Bunchanan stræti.
Porto - 10-13. október
Verð frá 89.000 kr.
Það leiðist engum í þessari frábæru borg Porto. Borgin sem er næststærsta borg Portúgal er staðsett norðarlega í Portúgal og er þekkt fyrir mikla sögu, fallega byggingalist, blómlega menningu, ljúffengan mat og fjörugt næturlíf. Tíminn er því fljótur að líða í þessari iðandi borg sem svíkur engann.