VidaMar Resort 5*

Verð frá 195.000 kr.

8 dagar

|

7 nætur

·

Verð á mann

90.000

Brottför

Funchal Madeira, Portúgal

Heimkoma

Funchal Madeira, Portúgal

Um ferðina

VidaMar Resort 5* - Hálft fæði

Staðsetningin

Hótelið er staðsett við strönd Madeira og stærir sig af þremur stórum "infinity" saltvatnslaugum sem eru með útsýni yfir hafið og býður hótelið einnig upp á beinan aðgang að sjónum. Það tekur um 10 mínútur í leigubíl að komast í miðbæinn.

Hótelið sjálft er á rólegri stað heldur en hótelin sem eru nær miðbænum, en það er mikið af þjónustu í stuttu göngufæri við hótelið. Það er t.d. supermarket beint á móti hótelinu, margir veitingastaðir og barir í sömu götu og hótelið.

Herbergin

Herbergin eru mjög vel búin með góðri loftræstingu, fallegu útsýni yfir hafið eða garðinn, mjög góðum rúmum og sturtum. Með öllum herbergjum fylgja sér svalir.

Standard herbergin eru flottari en á öðrum hótelum, þau eru með litla stofu, king-size rúmum og svölum sem eru með garðútsýni. Standard herbergin eru staðsett á 1. eða 2. hæð hótelsins.

Einnig er hægt að fá standard herbergi með sjávarútsýni sem eru staðsett á 3. og 5. hæð hótelsins.

Superior herbergi með sjávarsýn - Þessi herbergi eru stærri með flottari húsgögnum og öll með sjávarútsýni. Superior herbergin eru staðsett á 5. og 8. hæð hótelsins.

Premium herbergi með sjávarsýn - Premium herbergin eru eins og Superior herbergin, nema að þau eru staðsett á efstu hæðum hótelsins (9. og 10. hæð).

Tveggja svefnherbergja fjölskylduherbergi með sjávarsýn - Tvö herbergi fylgja þessu eina herbergi með dyr á milli, en hjónaherbergið er með king-size rúmi og aukaherbergið er með tveimur eins manns rúmum. Þetta er frábær kostur fyrir fjölskyldur.

Sendið okkur fyrirspurn á info@evropuferdir.is eða í fyrirspurnarglugganum hér fyrir neðan til að athuga hvað uppfærsla kostar.

Aðstaðan

Á hótelinu eru fimm veitingastaðir sem bjóða upp á mikla fjölbreytni. Þar er bæði í boði að prófa rétti frá svæðinu eða halda sig við alþjóðlega rétti, hvort sem farið er á hlaðborð eða aðra veitingastaði. Einnig er á hótelinu píanóbar og bar þar sem hægt er að spila billjarð.

Hótelgarðurinn er mjög vel skipulagður, stór og fallegur en í honum eru fjórar sundlaugar og skemmtilegur gróður, þar á meðal pálmatré. Einnig er góð aðstaða til sólbaðsiðkunar í garðinum. Útsýnið yfir Funchal flóa er stórbrotið.

Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða og ýmsir íþróttavellir sem gera gestum kleift að huga að hreyfingu. Einnig er þar flott heilsulind með sánu, tyrknesku baði, fjölbreyttum sturtum og beinum aðgangi út að sjónum. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu, til dæmis er hægt að fara að kafa, prófa aðrar vatnaíþróttir, spila skvass eða taka þátt í slökunarstundum. Á kvöldin er oft spiluð lifandi tónlist á barnum og fyrir börnin er starfræktur krakkaklúbbur á hótelinu.

VidaMar Resort Madeira er góður kostur fyrir fjölskyldur og aðra sem vilja njóta alls hins besta sem Madeira býður upp á. Hér er um að ræða hótel sem stendur á fallegum stað við sjóinn og hefur allt til alls til að fríið verði stórfenglegt.

Innifalið

+ Beint flug PLAY til og frá Madeira

+ 20 kg ferðataska og hlutur undir sæti

+ Tveggja manna twin side/garden view herbergi

+ Ríkulegt morgunverðar- og kvöldverðarhlaðborð

Ekki innifalið

+ Ferðir til og frá flugvelli er hægt að kaupa í bókunarferli

Hafa samband

Brottfarardagatal

SuMoTuWeThFrSa