Hinar rómuðu Feneyjar

3 nætur frá 149.000 kr.

Brottför

Feneyjar, Ítalía

Heimkoma

Feneyjar, Ítalía

Um ferðina

BEINT FLUG PLAY MAÍ-OKTÓBER 24

Flogið er með PLAY seinnipartinn á fimmtudegi og gist á Feneyjum í 3 nætur á góðu 4* hóteli og flogið heim aftur með PLAY á sunnudagskvöldi.

Í þessari ferð upplifið þið Feneyjar "innan frá" þar sem gist er á Feneyjum og farið í 3ja tíma gögnuferð með sérfróðum enskumælandi leiðsögumanni sem þekkir Feneyjar eins og lófann á sér.

Ferðin hentar stórum sem smáum hópum þannig að endilega sendið okkur fyrirspurn hér að neðan eða hafið samband við okkur á info@evropuferdir.is og við gerum ykkur tilboð í ferðina..

Innifalið

+ Beint flug með PLAY til og frá Feneyjum með sköttum

+ Ferðir til og frá flugvelli í rútu og ferju

+ Enskumælandi skoðunarferð um Feneyjar (3 kl.st.)

+ Gisting í tveggja manna herbergjum á Hotel Santa Marina Venice 4* með morgunmat

Ferðaskipulag

Dagur 1

KEFLAVÍK - FENEYJAR

Flogið er með PLAY beint til flugvallar rétt fyrir utan Feneyjar kl. 14:45 og lent þar um kl. 21:05. Tekin er rúta að bryggju þar sem ferja bíður og ferjar ykkur yfir til Feneyja.

Dagur 2

SKOÐUNARFERÐ UM FENEYJAR

Eftir morgunmat verður farið í 3ja kl.st. skoðunarferð um Feneyjar. Leiðsögumaður ferðarinnar er enskumælandi og þekkir eyjarnar eins og lófann á sér.

Dagur 3

FENEYJAR - FRJÁLS DAGUR

Í dag er frjáls dagur þar sem þið getið skoðað eyjarnar betur, farið í verslanir og gert vel við ykkur í mat og drykk.

Dagur 4

FENEYJAR - KEFLAVÍK

Í dag er frjáls dagur þangað til seinnipartinn þegar farið er á flugvöllinn með ferju og rútu. Flogið er í beinu flugi PLAY kl. 22:05 og lent í Keflavík um kl. 00:40.

Hafa samband