Sheraton Golf 5*

+ ótakmarkað golf í 6 daga á viku og hálft fæði frá 306.000 kr

Brottför

Puerto del Rosario, Fuerteventura

Heimkoma

Puerto del Rosario, Fuerteventura

Um ferðina

FERÐIR 22 OKTÓBER TIL 31 MARS 2026 KOMNAR Í SÖLU !

Flogið er til höfuðborgar Fuerteventura, Puerto del Rosario og er hótelið einungis í um 12 mínútna fjarlægð frá flugvellinum.

Sheraton Beach & Golf Spa Resort er glæsilegt 5* hótel sem er staðsett við ströndina rétt hjá golfvellinum.

Hótelið er stórt og hafa okkar farþegar verið mjög ánægðir með dvölina þar. Hótelið er við ströndina og í gögnufæri við Caleta de Fuste sem er smábær með veitingastöðum og mannlífi á kvöldin. Mjög góðir veitingastaðir eru á hótelinu og hafa okkar viðskiptavinir verið mjög ánægðir með bæði morgun- og kvöldverði. Mikið úrval og góður matur. Mjög góð sólbaðsaðstaða er á hótelinu og ströndin tær og hrein.

Fuerteventura Golf Club er mjög góður og skemmtilegur 18 holu völlur þar sem mörg mót hafa verið haldin. T.d. var Spain Open þar á árinu 2004. Völlurinn er milli vatna, pálmatrjáa og vel hirtra grænna svæða og var hannaður af Juan Catarineu.

Frábær kostur að komast í heitt og gott veður og slaka á í golfi á þessu frábæra lúxushóteli og spila ótakmarkað golf í heila viku.

Við höfum ákveðið að hafa ferðir til og frá flugvelli innifaldar þar sem fólk lenti stundum í vandræðum með að fá leigubíla á flugvellinum sérstaklega þegar verið er með golfsett ásamt öðrum farangri.

Endilega sendið okkur skilaboð ef lengd ferðar eða tímasetningarnar henta ekki og við getum gert föst tilboð í allar stærðir af hópum.

Hér er linkur á heimasíðu golfvallarins:

Home | Fuerteventura Golf Club

Innifalið

+ Beint flug PLAY til og frá Fuerteventura með sköttum

+ 20 kg taska og 23 kg golfsett

+ Gisting í deluxe herbergi með sjávarsýn

+ Morgunverðar- og kvöldverðarhlaðborð

+ Ótakmarkað golf í 6 daga með kerru en auðvelt er að ganga völlinn en einnig er hægt að leigja golfbíl. Seinni hringur bókaður samdægurs og fer eftir stöðunni hverju sinni á golfvellinum.

+ Æfingaboltar fyrir hring og golfkerra.

+ Geymsla á golfsettum í klúbbhúsinu milli daga.

+ Ókeypis ferðir til og frá golfvelli (ca. 5 mín.)

+ Ferðir til og frá flugvelli í sérbíl Evrópuferða verða innifaldar frá október

Ekki innifalið

- Golfbíll kostar 40 evrur fyrir 18 holur og er greiddur í klúbbhúsinu fyrir hvern hring. Það þarf að bóka bíla fyrirfram þannig að endilega hakið við golfbíl í bókunarferlinu.

- Drykkir ekki innifaldir í hlaðborði

- Gistináttaskattur

Hafa samband

Brottfarardagatal

SuMoTuWeThFrSa