Hópar
Pör
Pestana Carlton Hotel Golf 5*
+ ótakmarkað golf á Palheiro Golf
8 dagar
|
7 nætur
·
Verð á mann
175.000
Brottför
Funchal Madeira, Portugal
Heimkoma
Funchal Madeira, Portugal
Um ferðina
VIKULEG FLUG FRÁ 16. SEPTEMBER
Flogið er til höfuðborgar Madeira, Funchal og er hótelið einungis í um 20 mínútna fjarlægð frá flugvellinum.
Eyjan er aðeins 500 km norður af Tenerife en býður upp á allt öðruvísi landslag.
Pestana Carlton Hotel er mjög flott 5* hótel sem staðsett er alveg við sjóinn og í um 15 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Funchal. Mikið er að veitingastöðum og börum nálægt hótelinu og þar er einnig verslunarmiðstöðvar. Mjög góð sólbaðsaðstaða er á hótelinu.
Cristiano Ronaldo ólst upp á þessari eyju og hefur byggt og bætt marga innviði eyjunnar og einnig fjárfest í nokkrum hótelum.
Madeira hefur upp á margt að bjóða. Fallegt grænt landslag, stórbrotin útsýni og yndisleg þorp, auk þess er loftslagið frábært.
Palheiro golfvöllurinn er mjög fallegur völlur sem er í 500 m hæð og er glæsilegt útsýni til sjávar og yfir Funchal borgina.
Völlurinn er mjög skemmtilegur og mikið um hæðir og er m.a. með nokkrar skemmtilegar par 3 holur þar sem slegið er niður á flöt þannig að gott er að fylgjast með boltanum.
Bóka þarf seinni hring samdægurs og er það háð stöðu vallarins á hverjum tíma.
Endilega sendið okkur skilaboð ef lengd ferðar eða tímasetningarnar henta ekki og við getum gert föst tilboð í allar stærðir af hópum.
Dagskrá fyrir ferðir til og frá golfvelli:
Fyrsta ferð:
Pick-up á hótelinu frá 08:30 og 08:50
Rástími frá 09:30 - 10:00
Heimferð er kl. 15:00
Önnur ferð:
Pick-Up á hótelinu frá 10:00 og 10:30
Rástími frá 11:10 - 11:40
Heimferð er kl. 16:30
Þriðja ferð:
Pick-Up á hótelinu frá 11:30 og 12:00
Rástími frá 12:30 og 13:00
Heimferð er kl 18:00
Ath. ekki er hægt að breyta tímanum á heimferðinni, en leigubíll á hótelið kostar um 25 evrur.
Aksturinn er ekki innifalinn á hátiðisdögum og almennum frídögum á Portúgal.
Innifalið
+ Beint flug með Play til og frá Madeira með tösku og sköttum
+ 20 kg taska, 23 kg golfsett og hlutur undir sæti fyrir framan
+ Gisting í tveggja manna herbergi á Pestana Carlton Madeira Ocean 5* með morgunmat
+ Ótakmarkað golf á Palheiro Golf
+ Geymsla á golfsettum í klúbbhúsi Palheiro Golf milli daga
+ Akstur til og frá hóteli á golfvöllinn. Gildir ekki á hátíðisdögum og almennum frídögum.
Ekki innifalið
- Tekið er á móti farþegum á flugvellinum af okkar umboðsaðila og hægt að kaupa ferðir til og frá hóteli í bókunarferlinu á 10.000 kr báðar leiðir með golfsett og tösku.
- Golfbílar eru ekki innifaldir en við mælum með golfbílum þar sem töluvert landslag er á golfvellinum
- Hægt er að leigja golfbíla fyrirfram fyrir alla vikuna og kostar það 40.000 kr á bíl sem tveir geta deilt
- Gistináttaskattur á Madeira sem er 2 evrur á mann fyrir hverja nótt greiðist á hótelinu
Hafa samband
Brottfarardagatal
Su | Mo | Tu | We | Th | Fr | Sa |
---|---|---|---|---|---|---|