Mar de Pulpí 4*- 28 nætur

+ 16 hringir frá 269.000 kr án flugs

29 dagar

|

28 nætur

Brottför

Alicante, Spánn

Heimkoma

Alicante, Spánn

Um ferðina

Mar de Pulpí er skemmtilegt svæði rétt við strandbæinn San Juan De Los Terreros sem er í um 200 km suður af Alicante.

Flottar íbúðir með tveimur svefnherbergjum, fullbúnu eldhúsi, góðu baðherbergi og bjartri og flottri stofu. Með íbúðunum fylgir svalir eða verönd og sameiginleg sundlaug er í garðinum.

Íbúðirnar eru með wifi, gerfihnattasjónvarpi og öryggishólfi.

Hægt er að fá "upgrade" í solarium og strandsýn íbúðir gegn aukagjaldi.

Spilaðir eru 3 góðir 18 holu golfvellir, Aguilón sem er "heimavöllurinn", Desert Spring og Alhama Sighature.

Um 2 kl.st. akstur er frá flugvellinum í Alicante sem Icelandair og Play fljúga til.

Endilega sendið okkur skilaboð ef lengd ferðar eða tímasetningarnar henta ekki og við getum gert föst tilboð í allar stærðir af hópum.

Innifalið

+ Gisting í íbúð með tveimur svefnherbergjum á Mar de Pulpí Mediterranean Village (miðað við tvo í íbúð).

+ Vikuleg þrif þar sem skipt er á rúmu og handklæðum

+ 10 golfhringir á Aguilion vellinum sem er stutt frá íbúðunum

+ 4 golfhringiir á Desert Spring golfvellinum sem er 27 km frá íbúðunum

+ 2 golfhringur á Alhama Signature Golf sem er 78 km frá íbúðunum

+ Frjáls aðgangur að inni- og útisundlaug

Ekki innifalið

+ Flug er ekki innifalið í lengri ferðum, en við bendum á Icelandair og Play

+ Við mælum með að tekinn sé bílaleigubíll þegar dvalið er í lengri tíma þar sem mjög skemmtilegar leiðir eru bæði norður og suður af svæðinu.

+ Við getum gert ykkur tilboð í bílaleigubíl frá stórri og virtri bílaleigu sem við mælum með.

Hafa samband