Mar de Pulpí 4*- 28 nætur

+ 16 hringir á þremur flottum völlum frá 349.000 kr án flugs

Brottför

Alicante, Spánn

Heimkoma

Alicante, Spánn

Um ferðina

Mar de Pulpí er skemmtilegt svæði rétt við strandbæinn San Juan De Los Terreros sem er í um 200 km suður af Alicante.

Flottar íbúðir með tveimur svefnherbergjum, fullbúnu eldhúsi, góðu baðherbergi og bjartri og flottri stofu. Með íbúðunum fylgir svalir eða verönd og sameiginleg sundlaug er í garðinum.

Íbúðirnar eru með wifi, gerfihnattasjónvarpi og öryggishólfi.

Íbúðirnar eru 75 fm og með 75 fm verönd með grilli og sólbekkjum.

Spilaðir eru 3 góðir 18 holu golfvellir, Aguilón sem er "heimavöllurinn", Desert Spring og Alhama Signature. Allir mjög góðir vellir en töluvert ólíkir en allir mjög góðir vellir sem gaman er að spila.

Um 2 kl.st. akstur er frá flugvellinum í Alicante sem Icelandair og Play fljúga til.

Endilega sendið okkur skilaboð ef lengd ferðar eða tímasetningarnar henta ekki og við getum gert föst tilboð í allar stærðir af hópum.

Innifalið

+ Gisting í íbúð með tveimur svefnherbergjum á Mar de Pulpí Mediterranean Village (miðað við tvo í íbúð).

+ Vikuleg þrif þar sem skipt er á rúmu og handklæðum

+ 10 golfhringir á Aguilion vellinum sem er stutt frá íbúðunum

+ 4 golfhringiir á Desert Spring golfvellinum sem er 27 km frá íbúðunum

+ 2 golfhringur á Alhama Signature Golf sem er 78 km frá íbúðunum

+ Frjáls aðgangur að inni- og útisundlaug

Ekki innifalið

+ Flug er ekki innifalið í lengri ferðum, en við getum bókað flug ef óskað er eftir því.

+ Við mælum með að tekinn sé bílaleigubíll þegar dvalið er í lengri tíma þar sem mjög skemmtilegar leiðir eru bæði norður og suður af svæðinu.

Hafa samband

Mar de Pulpí 4*- 28 nætur - Evrópuferðir