Pör
Hópferðir
Elba Sara Golf 4*
+ ótakmarkað golf í 6 daga og hálft fæði verð frá 249.000 kr.
8 dagar
|
7 nætur
·
Verð á mann
247.000
Brottför
Puerto del Rosario, Fuerteventura
Heimkoma
Puerto del Rosario, Fuerteventura
Um ferðina
FERÐIR 22 OKTÓBER TIL 31 MARS 2026 KOMNAR Í SÖLU !
Flogið er til höfuðborgar Fuerteventura, Puerto del Rosario og er hótelið einungis í um 15 mínútna fjarlægð frá flugvellinum.
Elba Sara Beach & Golf Resort er mjög fínt 4* hótel sem er við ströndina rétt hjá golfvellinum. Á undanförnum árum hefur allt hótelið verið endurnýjað, bæði sameiginleg rými sem og herbergin.
Okkar farþegar hafa verið mjög ánægðir með matinn sem er bæði fjölbreyttur og mikið úrval þar sem kokkar sjá um matseldina fyrir framan viðskiptavinina bæði í morgun- og kvöldverðarhlaðborðinu.
Hótelið er mjög gott og fær góða dóma á Tripadvisor og skartar góðum veitingastöðum og sólbaðsaðstöðu þannig að segja má að allt sé til alls þar og svo er örstutt á ströndina og fjölbreytt mannlíf í borginni Rosario.
Fuerteventura Golf Club er mjög góður og skemmtilegur 18 holu völlur þar sem mörg mót hafa verið haldin. T.d. var Spain Open þar á árinu 2004. Völlurinn er milli vatna, pálmatrjáa og vel hirtra grænna svæða og var hannaður af Juan Catarineu.
Frábær kostur að komast í heitt og gott veður og slaka á í golfi á þessu frábæra lúxus hóteli og spila ótakmarkað golf í heila viku.
Í jóla- og áramótaferðunum er innifalið sérstakur "Gala kvöldverður" á jóladag og gamlársdag.
Við höfum ákveðið að hafa ferðir til og frá flugvelli innifaldar þar sem fólk lenti stundum í vandræðum með að fá leigubíla á flugvellinum sérstaklega þegar verið er með golfsett ásamt öðrum farangri.
Endilega sendið okkur skilaboð ef lengd ferðar eða tímasetningarnar henta ekki og við getum gert föst tilboð í allar stærðir af hópum.
Hér er linkur á heimasíðu golfvallarins:
Innifalið
+ Beint flug PLAY til og frá Fuerteventura með sköttum
+ 20 kg taska, 23 kg golfsett og handtaska sem kemst undir sæti fyrir framan
+ Gisting í tveggja manna herbergi með sjávarsýn
+ Morgun- og kvöldverðarhlaðborð
+ Einn kvöldverður á viku á A la Carte veitingastöðum hótelsins. Gott að panta strax við komu
+ Ótakmarkað golf með golfkerru í 6 daga. Auðvelt er að ganga völlinn en einnig er hægt að leigja golfbíl
+ Æfingaboltar fyrir hring
+ Skutla á golfvöllinn sem tekur einungis um 5-10 mínútur
+ Ferðir til og frá flugvelli í sérbíl Evrópuferða eru nú innifaldar þar sem fólk lenti stundum í vandræðum með að fá leigubíl frá flugvellinum
Ekki innifalið
- Golfbíll kostar 40 evrur fyrir 18 holur sem greiddur er á staðnum. Þarf að panta fyrirfram og hægt að gera í bókunarferlinu
- Drykkir ekki innifaldir í hlaðborðinu
- Flugfreyjutaska er ekki innifalin en hægt að bóka hjá flugfélaginu ásamt sætisvali
- Gistináttarskattur sem er 2 EUR á nótt á mann er greiddur á hótelinu við brottför
Hafa samband
Brottfarir
Verð á mann
279.000
kr.
29. október 2025
4. nóvember 2025
Verð á mann
279.000
kr.
5. nóvember 2025
11. nóvember 2025
Verð á mann
279.000
kr.
12. nóvember 2025
18. nóvember 2025
Verð á mann
279.000
kr.
19. nóvember 2025
26. nóvember 2025
Verð á mann
269.000
kr.
26. nóvember 2025
3. desember 2025
Verð á mann
269.000
kr.
3. desember 2025
10. desember 2025
Verð á mann
269.000
kr.
10. desember 2025
17. desember 2025
Verð á mann
438.000
kr.
17. desember 2025
29. desember 2025
Verð á mann
349.500
kr.
22. desember 2025
29. desember 2025
Verð á mann
319.000
kr.
4. janúar 2026
14. janúar 2026
Verð á mann
249.000
kr.
14. janúar 2026
21. janúar 2026
Verð á mann
269.000
kr.
21. janúar 2026
28. janúar 2026
Verð á mann
279.000
kr.
28. janúar 2026
4. febrúar 2026
Verð á mann
279.000
kr.
4. febrúar 2026
11. febrúar 2026
Verð á mann
279.000
kr.
11. febrúar 2026
18. febrúar 2026
Verð á mann
279.000
kr.
18. febrúar 2026
25. febrúar 2026
Verð á mann
279.000
kr.
25. febrúar 2026
4. mars 2026
Verð á mann
279.000
kr.
4. mars 2026
11. mars 2026
Verð á mann
279.000
kr.
11. mars 2026
18. mars 2026
Verð á mann
279.000
kr.
18. mars 2026
25. mars 2026