Algarve
Hópferðir
Bela Colina í Algarve 5* - 28 nætur
+14 hringir frá 249.000 kr á mann án flugs
Um ferðina
Bela Colina Village er eitt af bestu golfsvæðum vesturhluta Algarve stutt frá hinum vinsæla strandbæ Lagos. Íbúðirnar á Bela Colina eru allar með glæsilegum innréttingum, tveimur hjónaherbergjum, stofu, góðum svölum, nútímalegu eldhúsi með þvottavél, uppþvottavél og fallegu útsýni. Gestir hafa beinan aðgang að upphituðum sundlaugum og tómstundasvæðum.
Boavista golfvöllurinn er nokkuð krefjandi völlur sem hefur fengið mjög góða dóma og mjög gaman er að spila aftur og aftur.
Hönnun vallarins, sem var opnuð árið 2002, tók mið af náttúrulegum útlínum landslagsins og nýtti nærliggjandi landslag á skemmtilegan hátt þar sem útsýni yfir Lagosflóa og Serra de Monchique spila aðalatriðið.
Miðbær Lagos er í innan við 10 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu.
Athugið að dagsetningarnar eru til viðmiðunar.
Við bjóðum einnig upp á 14 daga ferðir með 7 golfhringjum.
Innifalið
+ 28 nætur í íbúð með tveimur svefnherbergjum (Townhouse)
+ 14 hringir á Boavista golfvellinum sem er innan svæðisins
+ Frír aðgangur að sundlaugum og afsláttur af SPA aðstöðunni
+ Herbergisþrif tvisvar á viku
Ekki innifalið
+ Flug er ekki innifalið í lengri ferðum, en við aðstoðum eftir þörfum
+ Akstur til og frá flugvelli
+ Við mælum með að tekinn sé bílaleigubíll þar sem 2,5 kl.st. akstur er til Algarve frá flugvellinum í Lissabon. Algerve er frábært svæði þar sem urmull er af flottum golfvöllum og skemmtilegum stöðum til að heimsækja.
Ferðaskipulag
Dagur 1
KEFLAVÍK - LISSABON
Flogið er í beinu flugi PLAY til Lissabon. Flogið er frá Keflavík kl. 14:50 og lent í Lissabon um kl. 20:20 að staðartíma. Ef tekinn er bílaleigubíll þá er hann sóttur á flugvellinum og um 2,5 kl.st. akstur er til Bela Colina Village.
Dagar 2 til 28
GOLF, GÓÐUR MATUR, SLÖKUN OG DEKUR
Það er yndislegt að eyða 4 vikum í frábæru loftslagi. Gaman er að keyra um Algarve og skoða sig um og prófa aðra golfvelli sem eru út um allt eða bara skoða allt það sem suðurströnd Portúgal hefur upp á að bjóða og njóta lífisins!
Dagur 29
LISSAB0N - KEFLAVÍK
Eftir frábærar 4 vikur í golfparadísinni Algarve er haldið heim á leið. Flogið er í beinu flugi frá Lissabon kl. 21:20 og lent í Keflavík um kl. 00:45.
Hafa samband
Brottfarir
Verð á mann
299.000
kr.
1. nóvember 2025
29. nóvember 2025
Verð á mann
279.000
kr.
1. desember 2025
29. desember 2025
Verð á mann
249.000
kr.
1. janúar 2026
29. janúar 2026
Verð á mann
299.000
kr.
1. febrúar 2026
1. mars 2026
Verð á mann
329.000
kr.
1. mars 2026
29. mars 2026
Verð á mann
339.000
kr.
1. apríl 2026
29. apríl 2026