Pestana Carlton Hotel Golf 5*

+ ótakmarkað golf á Palheiro Golf 219.000-299.000 kr

Brottför

Funchal Madeira, Portugal

Heimkoma

Funchal Madeira, Portugal

Um ferðina

BEINT FLUG PLAY FRÁ OKTÓBER-MARS.

Flogið er til höfuðborgar Madeira, Funchal og er hótelið einungis í um 20 mínútna fjarlægð frá flugvellinum.

Eyjan er aðeins 500 km norður af Tenerife en býður upp á allt öðruvísi landslag.

Pestana Carlton Hotel er mjög flott 5* hótel sem staðsett er alveg við sjóinn og í um 15 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Funchal. Mikið er að veitingastöðum og börum nálægt hótelinu og þar er einnig verslunarmiðstöðvar. Mjög góð sólbaðsaðstaða er á hótelinu.

Cristiano Ronaldo ólst upp á þessari eyju og hefur byggt og bætt marga innviði eyjunnar og einnig fjárfest í nokkrum hótelum.

Madeira hefur upp á margt að bjóða. Fallegt grænt landslag, stórbrotin útsýni og yndisleg þorp, auk þess er loftslagið frábært.

Palheiro golfvöllurinn er mjög fallegur völlur sem er í 500 m hæð og er glæsilegt útsýni til sjávar og yfir Funchal borgina.

Völlurinn er mjög skemmtilegur og mikið um hæðir og er m.a. með nokkrar skemmtilegar par 3 holur þar sem slegið er niður á flöt þannig að gott er að fylgjast með boltanum.

Bóka þarf seinni hring samdægurs og er það háð stöðu vallarins á hverjum tíma.

Endilega sendið okkur skilaboð ef lengd ferðar eða tímasetningarnar henta ekki og við getum gert föst tilboð í allar stærðir af hópum.

Innifalið

+ Beint flug með Play til og frá Madeira með tösku og sköttum

+ 20 kg taska, 10 kg handfarangur og 23 kg golfsett

+ Gisting í tveggja manna herbergi á Pestana Carlton Madeira Ocean 5* með morgunmat

+ Ótakmarkað golf á Palheiro Golf

+ Akstur til og frá hóteli á golfvöllinn

Ekki innifalið

- Boðið verður upp á rútuferðir til og frá flugvelli á hótel gegn hóflegu gjaldi.

- Fararstjórn

- Golfbílar eru ekki innifaldir en við mælum með golfbílum þar sem töluvert landslag er á golfvellinum

- Hægt er að leigja golfbíla fyrirfram fyrir alla vikuna og kostar það 40.000 kr á bíl sem tveir geta deilt

Ferðaskipulag

Dagur 1

KEFLAVÍK - MADEIRA

Flogið í beinu flugi PLAY kl.9:00 og lent í Funchal kl. 14:55 að staðartíma.

Dagar 2 til 7

ÓTAKMERKAÐ GOLF Á PALEIRO GOLF

Njótið hinnar skemmtilegu borgar Funchal sem er höfuðborg Madeira eftir skemmtilegan golfhring á Paleiro golfvellinum sem gnæfir yfir borginni. Gaman er að koma í klúbbhúsið eftir leik og fá sér gott að borða. Hægt er að njóta þess sem hótelið hefur upp á að bjóða í SPA og sundlaugum og gera vel við sig í mat á kvöldin í Funchal.

Dagur 8

FUNCHAL - KEFLAVÍK

Flogið er heim í beinu flugi PLAY kl. 15:55 og lent í Keflavík kl. 20:20.

Hafa samband

Brottfarir

15. október 2024

22. október 2024

22. október 2024

29. október 2024

5. nóvember 2024

12. nóvember 2024

19. nóvember 2024

26. nóvember 2024

3. desember 2024

10. desember 2024

23. desember 2024

30. desember 2025

30. desember 2024

7. janúar 2025

14. janúar 2025

21. janúar 2025

28. janúar 2025

4. febrúar 2025

11. febrúar 2025

18. febrúar 2025

18. febrúar 2025

25. febrúar 2025

4. mars 2025

11. mars 2025

18. mars 2025

25. mars 2025